Subscribe to Þórarinn Leifsson RSS

Höfundur á ferð og flugi

Submitted by totil on Thu, 04/28/2016 - 21:19

Leifsson readin with swine fluDagskráin hingað til á árinu 2016:
3-9 maíVinnubúðir á Grænlandi. Höfundur kennir ungu fólki að skrifa og gera uppreisn gegn danska konungsveldinu.
25 maí - 3 júní Lesið upp í Berlin á Into the Wind! Nordic Children’s and Young Adult Literature Days
http://www.kulturkind-into-the-wind.com/en/
12 júni Spjall á senunni í Copenhagen Copenhagen Crime festival.
http://copenhagencrime.dk/
7-11 september Upplestrar á bókahátíð í Mantóva á Ítalíu
http://www.festivaletteratura.it/
Lok árs 2016 Kynningar á nýrri skálssögu í Reykjavík.

Icelandic

Maðurinn sem hataði börn

Submitted by totil on Mon, 12/01/2014 - 19:33

Maðurinn sem hataði börn kom út haustið 2014, fékk afbragðs dóma og var fljótlega tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunana jafnt sem verðlauna Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana. Eftir áramótin var bókin síðan til­nefnd til barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2015. Til­kynnt verður um úr­slit við at­höfn í Reykja­vík þann 27. októ­ber 2015. Síðast en ekki síst stefnir Kvikmynafélag Íslands ehf að því að gera kvikmynd upp úr bókinni sem Gunnar Björn Guðmundsson mun leikstýra.

Icelandic

Útlenski drengurinn

Submitted by totil on Sat, 11/01/2014 - 18:27

Leikritið Útlenski drengurinn hlaut afara góðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Tjarnarbíó á degi tungunnar, 16. nóvember 2014. 9 sýningar voru fluttar fyrir fullu húsi fyrir jól og ráðgert er að hefja sýningar að nýju vorið 2015.

Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn Leifsson gerði fyrir námsgagnastofnun 2011. Það er gamanleikur með alvarlegum undirtóni ætlað ungu fólki á öllum aldri.

Icelandic

Upplestrar út um allt

Submitted by totil on Wed, 09/14/2011 - 10:20

Þórarinn Leifsson les oft upp úr bókum sínum og sýnir myndir í tengslum við útgáfur víða um lönd. Hann ólst upp að hluta í Danmörku og talar því ágæta dönsku, ásamt ensku, þýsku og spænsku. Myndbandið hér að ofan er eftir Þjóðverjan Michael Fetteris. Það var gert þegar Þórarni var boðið á alþjóðlegu barnabókahátíðina í Köln sumarið 2011.

Icelandic